Um Samút

Samtök útvistafélaga (SAMÚT) voru stofnuð 9. nóvember 1998. Að stofnun samtakanna stóðu almenningsfélög og landssambönd sem hafa hvers konar útivist og náttúruskoðun að markmiði. Stofnaðilar samtakanna voru 13 félög og landssambönd með yfir 30.000 félagsmönnum. Í dag eru 19 félög í Samút.

Stofnaðilar voru: Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4×4, Félag húsbílaeigenda, Fuglaverndarfélag Íslands, Hellarannsóknarfélag Íslands, Íslenski Alpaklúbburinn, Jöklarannsóknarfélag Íslands, Landssamband hestamannafélaga, Landssamband íslenskra vélsleðamanna, Landssamband stangveiðifélaga, Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, Skotveiðifélag Íslands og Útivist.

Tilgangur samtakanna er að standa vörð um rétt almennings til að umgangast náttúruna og vera málsvari þeirra félaga sem að þeim standa gagnvart stjórnvöldum og öðrum í sameiginlegum hagsmunamálum.

SAMÚT eru regnhlífasamtök útivistarsamtaka og eiga 19 útivistarfélög aðild að samtökunum. Samtökin vinna að ýmsum hagsmunamálum útivistarfólks, eins og almannarétti og náttúruvernd. Þá hefur á vettvangi samtakanna verið fjallað um hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð og hafa fulltrúar SAMÚT tekið þátt í samráðshópum stjórnvalda um þau málefni. Loks má nefna að SAMÚT skipar fulltrúa í stjórn og svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs.