Aðalfundur 2021

Aðalfundur verður haldinn 03. maí n.k. Að þessu sinni verður fundurinn á Teams vegna Covid. Fundurinn hefst kl. 19:00

Dagskrá aðalfundar.
 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Framlag árseikningar.
 3. Umræður um skýrslu og afgreiðsla ársreiknings.
 4. Ákvörðun aðildargjalds og skipting kostnaðar.
 5. Lagabreytingar.
 6. Tilnefning stjórnarmanna.
 7. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 8. Önnur mál.
   - Ákvörðun dagpeninga vegna fundasetu á vegum Samút.
   - Hvernig styrk verði varið að öðru leyti.
   - Ákvörðun hvort sótt verði um styrk aftur um áramótin
   - Úrsögn Fuglaverndarfélags Íslands
   - Innganga nýrra félagasamtaka

Lagabreytingar þurfa að berast stjórn að minnsta kostri viku fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar óskast sent til stjórnar amk þremur dögum fyrir fundinn á netfangið stjorn@samut.is

7.gr. laga samtaka útivistarfélaga Samút.

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum samtakanna. Rétt til setu á aðalfundi hafa 3 fulltrúar frá hverju félagi, sambandi eða samtökum sem aðild eiga að SAMÚT og fer hver þeirra með 1 atkvæði. Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert og til hans skal boða á tryggan hátt með minnst 14 daga fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í málefnum aðalfundar nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum. Aðalfundur er lögmætur ef fulltrúar frá helmingi aðildarfélaga mæta á fundinn. Aukaaðalfundur skal halda fari helmingur aðildarfélaganna fram á það skriflega við stjórn samtakanna. Á slíkum fundi má framkvæma hið sama og á aðalfundi.

Stjórn Samút skipa:
Sveinbjörn Halldórsson, formaður frá Ferðaklúbbnum 4x4
Sigríður Arna Arnþórsdóttir, varaformaður og ritari frá Félagi húsbílaeiganda,
Guðrún Inga Bjarnadóttir, gjaldkeri frá Ferðafélaginu Útivist,
Einar Haraldsson frá Skotvís,
Haukur Eggerstsson frá Landsamtökum hjólreiðamanna.
Varamenn í stjórn eru
Anna G. Sverrisdóttir Bandalagi íslenskra skáta
Ásgeir Örn Rúnarsson Slóðavinum.

Hlekkur á Teams fundinn er: https://bit.ly/3mWXcng

Sjá: Aðalfundarboð 2021