Aðalfundur 2021 2021-04-18 | ||
Aðalfundur verður haldinn 03. maí n.k. Að þessu sinni verður fundurinn á Teams vegna Covid. Fundurinn hefst kl. 19:00 Dagskrá aðalfundar.
Lagabreytingar þurfa að berast stjórn að minnsta kostri viku fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar óskast sent til stjórnar amk þremur dögum fyrir fundinn á netfangið stjorn@samut.is 7.gr. laga samtaka útivistarfélaga Samút.Aðalfundur er æðsta vald í málefnum samtakanna. Rétt til setu á aðalfundi hafa 3 fulltrúar frá hverju félagi, sambandi eða samtökum sem aðild eiga að SAMÚT og fer hver þeirra með 1 atkvæði. Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert og til hans skal boða á tryggan hátt með minnst 14 daga fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í málefnum aðalfundar nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum. Aðalfundur er lögmætur ef fulltrúar frá helmingi aðildarfélaga mæta á fundinn. Aukaaðalfundur skal halda fari helmingur aðildarfélaganna fram á það skriflega við stjórn samtakanna. Á slíkum fundi má framkvæma hið sama og á aðalfundi. Stjórn Samút skipa: Hlekkur á Teams fundinn er: https://bit.ly/3mWXcng Sjá: Aðalfundarboð 2021 |